Fjölskyldumiðaðir hittingar eða listrænar og rómantískar uppákomur inná heimilinu einkenna júlímánuð hjá vatnsberanum. Mikill samhljómur rýkir heima við. Þú upplifir mikið öryggi og nýtur verndar þinna nánustu. Þetta sumar hefur verið almennt mjög hamingjuríkt og stuðlað djúpri ró í lífi vatnsberans. Þú ert líklegur til að eyða töluverðum pening og orku í að fegra og auka við munað og þægindi í þínu nánasta umhverfi.

Mikið er um stuðning og meðbyr frá umhverfi vatnsberans í júlí. Samskipti í júlí einkennast af ást, gleði, sköpun og rómantík, sérstaklega til miðs mánaðar á meðan Sólin dvelur við í tvíburanum. Kort vatnsberans býr yfir slíkum styrk í júlí að hann gæti upplifað eins og tækifærin vaxi hreinlega á trjánum. Fyrri hluta mánaðarins nær þessi jákvæði styrkur einnig yfir yfirvald og náin langvarandi sambönd en eitthvað verður um úrvinnslu og andstreymi eftir miðjan mánuðinn. Ég hvet þig til að nota þessa orku í byrjun júlí til að hreinlega „shoot for the stars“.

Sameiginleg fjármál verða þér til framfara og styrkingar í júlí og líkur eru á styrkjum eða fjárhagslegum stuðningi frá tryggingum, yfirvaldi eða stjórnsýslu.

Þetta ár er erfitt fyrir svefn og svefngæði hjá vatnsberanum. Að stuðla að góðum svefni er ávallt best með góðri líkamlegri útrás og heilbrigðu matarræði.