Árið 2020 er tími óvæntra og ófyrirsjáanlegra útgjalda í lífi vatnsberans og ættu að verða mjög áberandi í ágúst mánuði, sérstaklega undir fullu Tungli þennan ágústmánuð. Sem betur fer er akkurat bjartasta húsið einnig hús tekna, samvinnu við vini og hópa og uppfylltar draumsýnir og langtíma markmið. Leyfðu þér að reyna við þína langsóttustu og mikilvægustu drauma því þetta er haustið þar sem draumar eru að rætast í korti vatnsberans – þessi tími er hafin er nær hámarki 13. September 2020 þegar Júpiter tekur stoppið sitt.

Eins og hjá hinum merkjunum verður fyrri hluti ágúst afar ólíkur seinni hluta ágúst en sá fyrri lýtur að vinnu, tekjuöflun og afköstum hjá vatnsberanum en sá seinni að fólki, tengingum og kraftmiklum samskiptum. Nýtt samband, annað hvort vinnu eða ástarsamband gæti bankað uppá. Seinni hluta ágúst og byrjun september verður yfirvald, stjórnsýsla, föðurmynd í sterku hlutverki í lífi þínu kæri vatnsberi og gæti skapað þér tækifæri. Samskipti gætu verið eilítið strembin, en hamingja, sköpun, börn, rómantík verður í forgrunni allan mánuðinn.