Í þessum fimmtánda þætti af Bodkastinu fáum við til okkar góðan gest, Hlín Rafnsdóttur. Hlín hefur gengið í gegnum erfið veikindi og hefur starfað fyrir Kraft, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein.

Við spjöllum um áhrif líkamlegra veikinda á líkamsímyndina, þær breytingar sem verða á líkamanum, útlitslegar sem og aðrar breytingar. Einnig  förum við í nokkur ráð til að efla líkamsímyndina og sjálfssamkennd.