Út kom nýverið myndskeið á YouTube þar sem sjá má leðurblökur teknar upp á hvolfi, og eru netverjar nokkuð afgerandi sammála um niðurstöðuna: leðurblökur á hvolfi eru nánast óaðgreinanlegar frá Goth-næturklúbbi.

Sjást leðurblökurnar meðal annars stíga létt dansspor sem þó eru þrungin vænum lífsleiða, lappa aðeins upp á sig þegar þær halda að enginn sjái til, breiða út vængina á einkar dramatískan hátt, og bara almennt vera eins miklar leðurblökur eins og hægt er að vera. Engin þörf er á satanísku glingri, augnskugga eða rifnum sokkabuxum — hér er náttúrulegt fagfólk á ferð.

Sjáið partýið hér: