Leikarinn Keanu Reeves er einn ástsælsti leikari heims, þó ekki út af leiklistarhæfileikum heldur vegna þess hversu viðkunnalegur og venjulegur hann er.

Sjónvarpsstöðin CBC deildi gömlu myndbandi af leikaranum fyrir stuttu og það er vægt til orða tekið að segja að myndbandið hafi kveikt í internetinu.

Í myndbandi sést Reeves fjalla um fyrstu alþjóðlegu bangsaráðstefnuna í Kanada. Í myndbandinu spjallar hann við ýmsa bangsaaðdáendur sem og að rabba við sætan bangsa sem heitir Graham.

Þetta myndband mun lýsa upp skammdegið, bjarga helginni og láta ykkur öll verða ástfangin af Keanu Reeves á nýjan leik.