Fleiri en þrjátíu tilfelli eru skráð hjá lögreglunni í West Yorkshire í Bretlandi þar sem fólk hefur hóstað á lögregluþjóna við handtöku í þeim tilgangi að komast undan. Þetta kemur fram á vef Daily Mirror en þar má sjá myndbrot af fólki í miðjum átökum og kveðjast vera með sýkt af kórónuveirunni.

Athæfi af þessu tagi er talið vera hótanir og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum, en stutta samantekt af umræddum brotum má sjá að neðan.