„Daring to set boundaries is about having the courage to love ourselves, even when we risk disappointing others.“
-Brene Brown

Undir síðustu daga septembermánaðar lenti Merkúr á rísanda vogarinnar. Merkúr verður þar sterkur þar til hann tekur sér stopp á þrettándanum og snýr sér við. Merkúr er kröftugur í húsi rísandans og fær þar svokallaðan stefnustyrk. Þetta ljáir voginni færni til heilbrigðrar og einlægrar tjáningar, húmors, léttleika, sjálfsskoðun og djúpa hugsun.

Merkúr lendir þó þarna beint undir andstæðu áhorfi Úranusar sem er jarðskjálftapláneta mikil og og getur ljáð óstöðugleika, titring, óvænt samskipti, brengluð eða bjöguð samskipti (hugsun), trufluð samskipti (hugsun) og óvænt ferðalög. Þar sem þessi samskipti lenda ekki bara á merki sambanda (vogin) heldur einnig á ási sambanda sýnir þetta sig í miklum hrisstingum í persónulegustu og nánustu samböndum vogarinnar.

Síðustu tvær vikur októbers kemur Sólin til liðs við Merkúr og við það færast þessi samskipti yfir á stóra hópa í kennslu eða félagsskap. Brengluð og óþægileg samskipti gætu gert vart við sig en nánir vinir eða meðlimir þessa hóps gætu átt erfitt með að sýna þínum eðlilegu mörkum virðingu. Mundu orð Brene Brown: „Daring to set boundaries is about having the courage to love ourselves, even when we risk disappointing others“.

Andleg óþægindi eru vís til að gera vart við sig af og á. Vogin er loftmerki og í eðli sér óstöðugt eins og vogaraflið sem er tákn vogarinnar gefur til kynna, stöðugleiki ætti því ávallt að vera í forgrunni lífsstíls vogarinnar þó hún í eðli sér eigi erfitt með slíkt. Á þessum tíma mæli ég með róandi og eldaðri fæðu, rótargrænmeti sér í lagi, heitum súpum, kertaljósi og nægu af heitu baði og hvíld, hvíld, hvíld.