Júní var mánuður endurskoðunar og innri ferðar hjá voginni. Í lok júní (25.06) snéri Venus (ráðandi pláneta vogarinnar) sér fram á við og orsakaði betri framtíðarsýn og grundvöll fyrir ákvarðanir og framvindu.

Hjá voginni skapast mörg skemmtileg atvinnutengsli í júlí. Það er næstum yfirþyrmandi mikið um að vera, en samskiptin, þó krefjandi, þá eru þau skemmtileg og örvandi. Ferðalög eru líkleg, en koma óvænt og verða afar gefandi. Eitthvað virðist almennt losna um ferðahöft því vogin nær góðum styrk frá mánaðarmótum júní/júlí. Nýr lærdómur, lífsins speki og mögulega tenging við kennara eða Guru er þema ársins hjá voginni og samskiptin þarna verða mjög mikil á þessu sviði í júlí mánuði. Ferðalög gætu komið inn einnig í tengslum við þennan lærdóm voginnar sem gæti hreinlega verið sérnám af hvers kyns toga. Allavega er gleði, hreyfanleiki, sköpun, húmor og léttleiki yfir öllum samskiptum voginnar og hún laðar að sér skemmtilega einstaklinga sem hafa mikið að kenna henni.

Það má segja að ástarmálin liggi undir hulu hjá voginni en þetta getur þýtt að ástin sé annað hvort ný af nálinni og því flestum falin, leynd fyrir einhverja aðra ástæðu, eða mögulega tímabundið fjarverandi.

Þyngsli eru heima við og lítið um léttleika þegar komið er heim, en þetta getur verið vegna hrörnandi húsnæðis, stífra byggingarframkvæmda eða erfiðra samskipta við móður eða sambýlisaðilla.