Þó þessi dagur gæti verið þér andleg þrekraun verður þessi mánuður þó afar góður.

Kæra vog – Ágústmánuður verður yndislega rómantískur og uppfullur af ást og helguðum stuðningi, aðallega frá konunum í lífi þínu. Með aðalplánetu í því sem fornir vitringar himalayafjallana álitu jákvæðasta hús kortsins, geturðu átt von á sérlega fallegum og hamingjuríkum mánuði. Ást, gleði, rómantík, munaður og forréttindi verða þema þessa mánaðar og ef ekki væri um alheimsfaraldur myndu flestar vogir fara á rómantískt ferðalag undir þessum áhrifum.

Mikil umskipti eiga sér stað um miðjan mánuð hjá voginni einsog hjá mörgum öðrum merkjum en hjá voginni eru þetta jákvæðar breytingar. Ef hiti, erting, húðvandamál, bakflæði eða höfuðverkir hafa hrjáð þig kæra vog í júlímánuði og fyrri hluta ágúst mánaðar, geturðu fagnað því að heilsan mun komast í meira jafnvægi eftir miðjan mánuðinn þegar Mars færir sig. Fyrri hluta ágúst, undir þessum áhrifum, mæli ég með að sleppa öllu sterku, auka við vatnsdrykkju, sleppa tómatsósu, sinnepi, unnum kjötvörum, chili, cayenne, radísum, kaffi, súrsuðum og/eða aukaefnaríkum mat. Ef þú vilt frekari leiðsögn er þér velkomið að prófa að senda á mig á fjola@frettanetid.is

Merkúr er pláneta sem miðlar erlendum áhrifum í korti vogar og verður á ferðalagi um miðhiminn vogarkorts í ágúst – Þetta skapar líkur á ferðalögum, gefur aukna ferðagetu og sveigjanleika. Merkúr er einnig að skapa yogakaraka tengingu með þessari stöðu sinni og færir tækifæri til endurmenntunar eða upphafningu í atvinnumálum í ágústmánuði. Merkúr táknar einnig ræðumennsku, skrif, miðlun og handlagni og gæti miðlað auknum léttleika og meiri samskiptum inní atvinnumál vogarinnar í ágúst.