“A diplomat is a man who thinks twice before he says nothing.”
Edward Heath

Mín kæra ljóðræna vog – Þín aðalpláneta – táknræn fyrir þig, er fegurðargyðjan Venus sem vermir enn þinn rísandi vettvang til og með ellefta desember. Þetta skapar þér tíma hamingju, fegurðar, munaðs, uppskeru og jafnvægis. Þú finnur til mikils kærleiks og ástar og upplifir þig séða og elskaða í þínu lífi. Venus færir sig til annars hús eftir elleftann og við það er stefnubreyting – kærleikurinn þinn færir sig til fjölskyldu, eigna og útlits. Venus í öðru er táknrænn fyrir tímabil þar sem þú stráir kærleik allt í kring, en annað húsið táknar það sem fer inn og út úr munni, og því má gera ráð fyrir að vogin borði besta matinn yfir hátíðirnar og tjái fallegustu orðin.

Mars miðlar áhrifum maka í kortum vogar rísandi og situr því miður til aðfangadags á verkefnaþrungnum stað – á vettvangi ágreininga, heilsubresta og þröskulda. Maki vogarinnar er því líklegur til að vera annað hvort áflogagjarn, í áflogum sjálfur, rifrildagjarn eða hreinlega að berjast við heilsubresti. Þessi áhrif verða einkar þung á tímabilinu frá 9-13 desember þegar eldfim og sár ketuáhorf lenda á Mars og gera hann enn eldfimari en hann er fyrir. Mikilvægt er fyrir alla á þessum dögum að iðka varkárni og nærgætni í samskiptum en slys og áflög verða tíðari en gengur og gerist.

Í lokin langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir í fjórða hús vogarinnar en hann hefur verið á vettvangi þriðja húss síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Þess vegna hefur vogin átt þrálát, átakanleg og stjórnunarmiðuð samskipti í lífi sínu síðustu fjórtán ár. Áráttan færist núna yfir á vettvang heimilis og hjarta og líklegt er að uppstokkun muni eiga sér á heimili eða heimilisaðstæðum vogarinnar um áramót og fyrstu vikur nýja ársins.