“Home isn’t a place, it´s a feeling.”
Cecelia Ahern

Kröftug Sólin fer yfir rísanda vogarinnar fyrri hluta nóvember og skapar kröftugan metnað og tengsli við aðra metnaðarfulla einstaklinga og vini. Sólin er pláneta áþreifanlegs árangurs í korti vogarinnar og boðar tíma innkomu og nýrra tækifæra. Þetta verður þó að skoða í samhengi Merkúrs sem einnig situr á rísandanum og skapar furðulega og ófyrirsjáanlega afsölu hjá voginni og mögulega sérkennileg samskipti á æðri sviðunum, í hugleiðslu og draumum.

Þensla og gleði hefur átt sér stað í kringum samskipti, skrif eða sköpun á atvinnusviði síðustu mánuði en einhver umskipti munu eiga sér stað um þann tíunda nóvember þegar uppstokkun verður á atvinnusviði. Þessi uppstokkun gæti varðar innkomu eða kennslu í tengslum við atvinnumál og er upphaf varanlegra breytinga sem fara að sýna sig enn betur eftir þann tuttugasta.

Mestu og þyngstu verkefnin þetta misserið varðar stöðugleika og ræturnar. Einhvers konar verkefni sýna sig í tengslum við heimilið, flutningar í minna eða ódýrara gæti verið á sjóndeildarhringnum, eins gæti verið þörf á viðgerðum heima við. Eftir flutning Júpiters á tuttugasta skapast einhvers konar þrengingar í tengslum við heilsu og samskipti en þau vara við stutt og við tekur bættar aðstæður inná heimili og betri líðan.