Staðsetning Merkúr stuðlar að útvíkkun á heimsmynd þinni í júní og hugmyndafræði sem þú hefur ekki séð áður gæti náð athygli þinni. Samskipti munu skapast sem teygja út hugsun þína varðandi ólíka lífsstíla og viðhorf og opnar fyrir auðmýkt og hugmyndafræðilegan sveigjanleika. Almennt eru stjörnurnar frábærar til ferðalaga og ef einhver fer á ferðalög á þessum tíma verður það vogin eða meyjan.

Þetta er árið þar sem vogin neyðist til að endurbyggja stoðirnar í lífi sínu. Annað hvort mun heimilið þurfa endurbætur eða skilnaður leiðir til flutnings og nýs upphafs. Stundum hvort tveggja. Sjötta húsið er illa leikið í augnablikinu en þetta skapar annað hvort bugandi álag á sviði atvinnu, heilsukvilla eða stöðugt og þungt andstreymi. Þetta er líklegt til að skapa þér áhyggjur og tilfinningalíf vogarinnar einkennist af smá þunga og þreytu þessa dagana.

Vogin ber sterka tengingu við sína ráðandi plánetu Venus og er því miður ekki í stöðu til að njóta styrks Venusar að sinni. Venus eins og áður um rætt er í miklum styrk núna í allt sumar en lendir á dimmasta svæði korti vogarinnar. Þetta er líklegt til að skapa einhvers konar aðskilnað frá hamingju, maka eða ást. Þetta sumar mun einkennast af leyndardómum, varnarleysi og umbreytingum í ástarmálum. Sameiginleg fjármál munu hins vegar blómstra, sem og mögulega kynferðisleg sambönd. Mikill léttir skapast í korti vogarinnar þegar Venus færir sig á vettvang tvíburans síðasta dag júlí mánaðar þessa árs.