Gamanleikarinn Will Ferrell varpaði bombu í spjallþætti James Corden í vikunni, sem kom stjórnandanum og áhorfendum heima í stofu í opna skjöldu.

Eitt af því sem Corden spurði leikarann að var hvort Will Ferrell væri hans raunverulega nafn. Það stóð ekki á svörunum hjá spéfuglinum. Hann ljóstraði upp um sitt raunverulega nafn og sagðist handviss um að myndbrotið úr þættinum, sem má sjá hér fyrir neðan, myndi fara sigurför um netið.

„Ókei, hér kemur þetta. Vertu reiðubúinn. Vinsælt til vinsælda á netinu. John William Farrell. Það er nafnið á vegabréfinu,“ sagði Ferrell. Corden tók andköf og sagði einfaldlega:

„Johnny Boy.“

Ferrell bætti því við að faðir hans kalli hann stundum JW, en leikarinn er langt því frá að vera eina stjarnan í heiminum sem notar ekki sitt raunverulega nafn. Meðal annarra stjarna sem nota sviðsnafn eru til að mynda Brad Pitt, sem heitir í raun William Bradley Pitt, og Rihanna, sem heitir Robyn Rihanna Fenty.