#heitt Húsráð Próf Matur
Forsíða // Pennar // Ögmundi Jónassyni

Ögmundur Jónasson

Ég er fæddur í Reykjavík 17. júlí árið 1948. Foreldrar mínir eru Guðrún Ö. Stephensen, húsmóðir og Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. 1988 var ég kjörinn formaður BSRB og gegndi ég formennsku í samtökunum til haustsins 2009. Áður en ég var kosinn til að gegna formennsku í BSRB hafði ég komið talsvert að starfi í samtökunum, bæði átt sæti sem varamaður í stjórn en einnig hafði ég verið formaður eins aðildarfélags bandalagsins, Starfsmannafélags Sjónvarps, lengst af frá 1980 til 1988. Af öðrum störfum mínum má nefna að ég hef verið stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands frá 1979. Ég var kjörinn á þing árið 1995 fyrir Alþýðubandalag og óháða og síðan fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð árið 1999. Í aðdragandanum að stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, á fyrri hluta árs 1998, tók ég þátt í að stofna Stefnu, félag vinstri manna. Að stofnum þess félags kom fjöldi fólks af vinstri væng stjórnmálanna og kvennahreyfingu staðráðið í að halda uppi hugsjónum og merki vinstri stjórnmála. Á fyrstu mánuðum lífdaga sinna stóð Stefna fyrir kröftugum málfundum um velferðarmál, umhverfismál og utanríkismál. Félagið er enn við góða heilsu þótt það hafi ekki verið mikið gefið fyrir sviðsljósið í seinni tíð enda þykir Stefnufélögum almennt VG farnast prýðilega að halda uppi fána vinstrimanna á opinberum vettvangi. Á vegum verkalýðshreyfingar og stjórnmála hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Þar má nefna stjórnarsetu í ETUC, Sambandi evrópskra verkalýðsfélaga, NFS, Sambandi norrænna verkalýðsfélaga, NTR, Sambandi opinberra starfsmanna á Norðurlöndum, NOFS, Sambandi norrænna starfsmanna í almannaþjónustu og PSI, Heimssambandi launafólks í almannaþjónustu. Frá stofnun VG gegndi ég þingflokksformennsku fram í febrúar 2009 þegar ég tók við embætti heilbrigðisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í lok september sagði ég af mér sem ráðherra vegna ágreinings vinnubrögð og stefnu en tók að nýju sæti í stjórninni í byrjun september 2010, nú sem ráðherra mannréttinda- og dómsmála og sveitarstjórna- og samgöngumála.

ogmundur@ogmundur.is www.ogmundur.is
Íþróttahreyfingin á háskalegri braut

Íþróttahreyfingin á háskalegri braut

Eins og fíkniefnasalar gera sölumenn veðmálanna allt hvað þeir geta til að fá sem flesta í neyslu.Skrifað af Ögmundi Jónassyni

© 2024, Fréttanetið.