Blettir eru oft lífseigir á skurðarbrettum og reynist mörgum erfitt að fjarlægja þá eftir að gómsæt máltíð hefur verið útbúin (eða hreinlega nenna ekki að þrífa brettið strax).

Það skal þó ekki örvænta þó blettir og lykt festist við skurðarbretti því það er leikur einn að fjarlægja slíkt.

Eina sem þarf að gera er að skera sítrónu í tvennt og renna kjötinu yfir allt skurðarbrettið, þó sérstaklega blettina. Ef að blettirnir eru sérstaklega þrautseigir skemmir ekki fyrir að strá smá salti eða matarsóda yfir brettið áður en sítrónan er brúkuð, og þvo það þá af með öllum óhreinindunum.

Góð lykt og engir blettir!