Ég get borðað nánast hvað sem er ef það er í vefju. Heimilisfólkið gerir oft grín að mér út af þessu vefjublæti en hvað get ég sagt – ég bara elska þær! Þessa vefjuuppskrift fann ég á vefsíðunni Damn Delicious og hún olli mér svo sannarlega ekki vonbrigðum. Ég vona að þið njótið matarsins jafn mikið og ég!

Kjúklinga burrito

Hráefni:

500 g kjúklingur, skorinn í bita
taco krydd
1 msk. ólífuolía
4 stórar tortilla kökur
2 lárperur, skornar í teninga
1 bolli rifinn ostur
¼ bolli sýrður rjómi
¼ bolli Ranch sósa
¼ bolli ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með taco kryddi og bætið honum út í pönnuna. Steikið í nokkrar mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður. Setjið til hliðar. Hitið tortilla kökurnar lítið eitt. Setjið síðan kjúkling, lárperu, ost, sýrðan rjóma, Ranch sósu og kóríander í miðjuna á hverri tortilla köku. Lokið kökunum vel. Setjið burrito á pönnuna og eldið á meðalhita í um 3 til 4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Berið strax fram.

Mynd: Damn Delicious.