Leikarinn Patrick Dempsey, sem í seinni tíð er hvað þekktastur fyrir að leika lækninn Derek Shepherd í þáttunum Grey’s Anatomy, kveikti í Instagram með nýrri færslu þar sem hann hvatti fylgjendur sína til að vera með grímur fyrir vitum í skugga heimsfaraldurs COVID-19.

Dempsey birti mynd af sér með andlitsgrímu en það var ekki myndin sem tryllti fylgjendur hans heldur orðin sem fylgdu myndinni – „It’s a beautiful day to save lives“, eða „Fallegur dagur til að bjarga mannslífum.“

Eins og aðdáendur Grey’s Anatomy vita sagði Derek Shepherd þennan frasa alltaf áður en hann fór inn á skurðstofuna. Fylgjendur Dempsey á Instagram létu ekki sitt eftir liggja og dúndruðu inn athugasemdum um hve mikið þeir elskuðu þessa færslu leikarans.

Dempsey hefur verið duglegur að hvetja fylgjendur sína til að fara að öllu með gát í heimsfaraldrinum, til dæmis með þessari færslu hér fyrir neðan: