Búast má við veglegri dagskrá á tveimur sviðum og um túnið allt að auki fjölbreyttum smiðjum þar sem hægt er að spreyta sig í ritlist, að búa til allskonar tónlist, læra að verða plötusnúður, prufa sig áfram í graffítí list, allskonar föndri og mörgu fleiru. Eins og áður er fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa og sérstakt ungbarnasvæði með skiptiaðstöðu, ungbarnanuddi og fleiru, það verður eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna.

Barnahátíðin Kátt (áður Kátt á Klambra) í samstarfi við Ella´s Kitchen fer fram í fimmta sinn í sumar, nú á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 27. júlí næstkomandi. Markmiðið er að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á veglega hátíð þar sem barnamenningu er gert hátt undir höfði með fjölbreyttri dagskrá á sviði og túni og fjöldann allan af fræðandi og skemmtilegum smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til þess að spreyta sig á margskonar listformum og kynnast einhverju nýju og óvæntu saman. Hægt er að fylgjast með skipulagi hátíðarinnar á Instagram og Facebook og áhugasamir geta jafnvel boðið fram krafta sína í gegnum skráningarform á heimasíðu hátíðarinnar https://forms.gle/3yZZQ7rh81G1GxSn8

Samfélagsmiðlar 

https://www.instagram.com/barnahatidin_katt

https://www.facebook.com/kattaklambra

Markmið hátíðarinnar er að ýta undir að fjölskyldur leiki sér saman og skapi saman minningar sem endast ævilangt. Svæðið er hannað út frá þörfum barna og hugað er að því að börn fái að leika sér út frá sínum eigin forsendum í öruggu umhverfi. Hátíðin er með öllu vímuefna- og tóbakslaus og fullorðnir koma eingöngu í fylgd með börnum!

Barnahátíðin Kátt, var haldin í fyrsta sinn árið 2016 og hefur stækkað með hverju árinu og búist er við um 3.000+ gestum í sumar.

Forsalan er nú í fullum gangi á MidiX.is – Tryggið ykkur miða á besta verðinu!

Til 15. júní er verðið 2.000 kr eða fjórir miðar eða fleiri á aðeins 1.500 kr. 

Öll afþreying á svæðinu er innifalin í miðaverði

Matarvagnar verða á svæðinu fyrir svanga gesti.

Við hlökkum til að sjá ykkur 27. júlí á Víðistaðatúni!

Allar frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á kattaklambra.is