„Það er einfaldlega frábær tilfinning að hjóla á Solifer-hjólum. Tilfinningin er eins og að vera kominn á vel byggðan jeppa; maður rennur einfaldlega áfram og treystir sér einhvern veginn í hvaða aðstæður sem er,“ segir Nökkvi Nils Bernhardsson hjá Solifer-rafmagnshjólum. Hjólin eru finnsk/sænsk og hafa vakið mikla lukku bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Nú eru rafmagnshjólin komin til Íslands.

Alveg nýtt kerfi – tveir mótorar

„Solifer hefur verið á markaði í Finnlandi í þrjátíu ár og þar í landi, sem og í Svíþjóð, hafa selst milljón hjól. Merkið er því rótgróið í hjólamenningu Svía og Finna,“ segir Nökkvi. Hjólin sem eru í boði fyrir íslenskan markað eru annars vegar fulldempuð fjallahjól og hins vegar ferðahjól sem er dempað að aftan.

Fjallahjólið frá Solifer.

Rafmagnshjólin frá Solifer eru sérstök að því leyti að á þeim eru tveir mótorar, í stað eins mótors eins og hefðbundið er. Þetta kerfi er alveg nýtt, að hafa tvo mótora á hjóli og þekkist ekki annarsstaðar, hvorki á Íslandi né í Evrópu, fyrir utan Finnland og Svíþjóð að sjálfsögðu. Öll rafmagnshjól á Íslandi í dag hafa það sameiginlegt að hafa einn mótor, staðsettan á aftur- eða framhjóli, eða á miðju hjólinu,“ segir Nökkvi og bætir við að því fylgi margir kostir að hafa tvo mótora.

„Í fyrsta lagi má líkja þessu saman við bíla sem hafa fjórhjóladrif og svo þá sem hafa það ekki. Fjórhjóladrifnir bílar hafa einfaldlega betra grip við erfiðar aðstæður vegna þess að viðnámið við götuna er meira.

Svo eru hjólin miklu stöðugri en þekkist. Það munar heilmikið um það, hvort sem hjólað er utanvegar, í lausri möl eða í snjó; maður finnur hvernig hjólið heldur meiri festu við erfiðar aðstæður.

Þetta hefur þau áhrif á að öryggistilfinning eykst til muna og þar að leiðandi hvati manns til að hjóla í öllum veðrum og við hvaða aðstæður sem er. Hjólin koma líka á breiðari dekkjum en gengur og gerist, svo í snjó getur maður einfaldlega minnkað þrýstinginn í dekkjunum og fengið með því enn betra og meira grip. Það mætti segja að þessi hjól séu sniðin fyrir Íslenskar aðstæður, enda voru þau sérhönnuð fyrir Finnana, sem búa við enn erfiðari veðurfarslegar aðstæður en við á Íslandi.“

Hjól í stað bíls

Það má með sanni segja að fleiri og fleiri Íslendingar séu á rafmagnshjólum, jafnvel í staðinn fyrir að eiga bíl. Nökkvi finnur vel fyrir þessari þróun.

Ferðahjólið frá Solifer.

„Rafmagnshjólamarkaðurinn er risastór og fer ört stækkandi. Sífellt fleiri Íslendingar eru að átta sig á kostum hjólreiða, þá sérstaklega rafmagnshjólreiða. Í mörgum tilvikum getur hjólið komið í stað bílsins að mestu eða öllu leyti. Það borgar sig margfalt þegar eldsneytisverð er orðið jafn hátt og það er. Svo má ekki gleyma jákvæðum umhverfisáhrifum þess að hjóla, og að sjálfsögðu að hjólreiðar eru frábær heilsubót,“ segir Nökkvi, en með tilkomu rafmagnshjóla er hægt að leyfa rafmagninu að hjálpa sér þegar, og ef, maður vill. „Þú stjórnar algjörlega hversu mikið hjólið hjálpar þér við hjólreiðarnar. Sumir hafa því einfaldlega þegið mikla hjálp til vinnu, en minnkað hana svo um munar eftir vinnu til að fá enn meiri hreyfingu úr hjólreiðunum.“

Gæðastimpill frá Finnlandi

Vel hefur verið tekið í Solifer-hjólin hér á landi og kemur það Nökkva ekki á óvart.

„Í fyrsta lagi hefur merkið sannað sig í Finnlandi, sem skiptir gífurlegu máli. Gæðastimpill frá Finnlandi er mjög jákvætt, enda mikil hönnunarþjóð sem leggur áherslu á gæði, líftíma og útlit. Solifer-hjólin hafa þetta allt. Svo hafa þessi hjól sérstöðu sem engin önnur hjól hérlendis hafa: mótor á báðum hjólum. Fyrir utan það, þá eru þau mjög falleg og töff, þau koma fullútbúin með miklum og sterkum bögglabera, fram- og afturljósi, standara og LED skjá,“ segir Nökkvi og bætir við að Solifer-hjólin séu sérstaklega hugsuð til hjólreiða allt árið um kring. „Finnarnir nota þessi hjól allt árið um kring, í snjó á veturna og svo í utanvegarhjólreiðum á sumrin.“

Rafmagnshjólin henta við hvaða aðstæður sem er.

Eins og áður segir eru tvær gerðir af Solifer-hjólum nú til sölu á Íslands. En mun bætast við vöruúrvalið í nánustu framtíð?

„Já, að sjálfsögðu lítum við alltaf fram á við. Við erum í góðu samstarfi við framleiðandann og við eigendur Solifer í Finnlandi og Svíþjóð. En við viljum einbeita okkur að þessari byltingu, að vera loksins komin með 2×2 hjól á markað fyrir Íslendinga. Það munar um minna.“

Hægt er að lesa meira um hjólin og panta þau með því að smella hér.