Stundum þarf maður smá huggunarmat og gera vel við sig í miðri viku, þó ekkert sé tilefnið. Hér er á ferð æðislegur helgarmatur sem sómir sér vel á virkum degi þegar maður er pínu sloj, en þessa uppskrift fann ég á síðunni Damn Delicious.

Steik og franskar

Hráefni:

4 sirloin-steikur
salt og pipar
2 russet kartöflur, skornar í báta
2 msk ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk ítalskt krydd
½ bolli parmesan ostur, rifinn
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Olíuberið ofnplötu. Raðið kartöflum í einfalda röð á annarri hlið plötunnar. Drissið ólífuolíu yfir og kryddið með hvítlauk, ítölsku kryddi, parmesan, salti og pipar. Hrærið aðeins í kartöflunum svo allar fái olíu og krydd. Bakið í 20 til 25 mínútur og hrærið reglulega í kartöflunum. Stillið ofninn á grillstillingu. Saltið og piprið steikurnar eftir smekk og setjið á hina hlið ofnplötunnar. Grillið í 4 til 5 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram með hvítlaukssmjöri og steinselju.