9 hlutir sem má ekki þrífa með matarsóda
Gott hreinsiefni en ekki fyrir allt.


Matarsódi er ekki aðeins góður í bakstur heldur er hann einnig mjög kröftugt hreinsunarefni. Hins vegar má alls ekki þrífa allt með matarsóda, eins og farið er yfir í grein á vef Reader’s Digest.
Speglar og rúður
Hér er betra að nota þartilgerð hreinsiefni því matarsódi er mjög hrjúft efni og getur skilið eftir sig rispur í speglum og rúðum. Ef að þið viljið nota náttúrulegt hreinsiefni á þessa fleti þá er hægt að nota edik í stað glerhreinsis.
Helluborð úr keramikgleri
Hér gildir það sama og með spegla og rúður að matarsódinn getur rispað yfirborðið. Þá skilur hann einnig eftir sig hvítan lit sem er erfitt að fjarlægja. Ef þið hafið óvart þrifið helluborðið með matarsóda þá getur edik náð þessum hvíta lit úr.
Marmari
Það má aldrei, undir neinum kringumstæðum, þrífa marmara eða fleti úr kvarsi með matarsóda. Matarsódinn skemmir fletina með tímanum og skilur eftir sig rispur.
Viðarhúsgögn
Matarsódi getur eyðilagt lakk á viðarhúsgögnunum og eyðilagt sjálf húsgögnin. Betra er að nota hefðbundna sápu til að þrífa þessa fleti.
Silfurborðbúnaður
Hér er lykilatriði að nota fægilög sem er sérgerður fyrir silfur. Matarsódi er of hrjúfur og getur hreinlega eyðilagt fallegan borðbúnað úr silfri.
Allt með djúpum raufum eða rifum
Það er ekki ráðlagt að þrífa þessa hluti með matarsóda því matarsódi skilur eftir sig hvít korn sem erfitt er að ná upp úr rifunum. Þessi korn safnast upp í rifunum og geta eyðilagt hlutinn sem verið er að reyna að þrífa.
Húð og hár
Alls ekki þrífa húð og hár með matarsóda. Matarsódinn getur til að mynda rústað sýrustiginu í húðinni og þurrkað hana upp.
Gullhúðaður borðbúnaður og leirtau
Matarsódi skilur eftir sig rispur á þessum viðkvæmu flötum og eyðileggur að lokum gullhúðina.
Viðargólf
Í raun sama lögmál og með viðarhúsgögn. Best er að halda sig við hreinsiefni sem eru gerð fyrir viðargólf.
You must be logged in to post a comment.