Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að ég elska matarvefinn Delish, en þennan rétt fann ég einmitt þar. Allir á heimilinu elska þennan rétt, en ég bæti Sriracha sósunni ekki við skammtinn sem fer í yngstu kynslóðina. Þvílíkt lostæti!

Rækju- og hrísgrjónaréttur

Hráefni:

1 msk. grænmetisolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 gulrætur, smátt skornar
1 græn paprika, smátt skorin
450 g risarækjur, hreinsaðar
3 bollar soðin hrísgrjón
1 bolli frosnar, grænar baunir
2 msk. sojasósa
2 tsk. sesamolía
1 stórt egg, þeytt
Sriracha-sósa
2 msk. vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Takið til pönnu og hitið olíu yfir meðalhita. Bætið hvítlauk saman við og steikið í 1 mínútu. Bætið gulrótum og papriku saman við og steikið í 3 mínútur til viðbótar. Bætið síðan rækjunum saman við og steikið í 4 mínútur og hrærið reglulega. Bætið hrísgrjónum og baunum saman við sem og sojasósu og sesamolíu. Steikið í 2 mínútur til viðbótar. Ýtið blöndunni á aðra hlið pönnunnar og hellið egginu á hina hliðina. Hrærið í egginu stanslaust þar til það er nánast eldað og bætið síðan restinni af matnum saman við. Skreytið með sriracha-sósu og vorlauk og berið fram.