Sumir segja að pylsur séu þjóðarréttur Íslendinga og eflaust margir sem hafa skellt slíku lostæti á grillið í sumar.

Stundum þarf maður hins vegar smá tilbreytingu í lífið og ég er ein af þeim sem er ekkert sérstaklega hrifin af einni með öllu. Því varð ég ástfangin af þessari uppskrift frá Delish sem færir pylsuna upp á hærra plan.

Það má að sjálfsögðu nota hvaða pylsu sem er í þennan rétt, sem ég lofa ykkur að er æðislegur!

Pylsuspjót

Sósan:

1/4 bolli barbikjúsósa
1 1/2 msk tómatsósa
1 msk sojasósa
1 tsk hrísgrjónaedik
1/2 tsk chili krydd

Spjót:

Pylsur, skornar í bita
3 bollar ananas í bitum
1 rauð paprika, skorin í bita
1 græn paprika, skorin í bita
rauðlaukur, skorinn í bita

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum í sósuna vel saman í meðalstórri skál. Hitið grillið og þræðið pylsubita, ananas og grænmeti upp á spjót. Penslið spjótin með sósunni og setjið á grillið. Passið að hafa grillið ekki of heitt. Snúið spjótunum á nokkurra mínútna fresti, þar til þau eru tilbúin, en það tekur um 6-8 mínútur. Gott er að pensla spjótin með restinni af sósunni þegar þeim er snúið.