Austurlensk matarmenning hefur notið vinsælda á Íslandi í talsverðan tíma, og undanfarin ár hefur átt sér stað gríðarleg gróska í fjölbreytileikanum. Fréttanetið brá sér því á stúfana á dögunum og spurði tuttugu og þrjár áhugamanneskjur austurlandamatargerðar um þeirra uppáhaldsstaði í Reykjavík í dag. Eftir stigasöfnun sigtuðum við svo út þá tíu bestu, og má finna niðurstöðuna hér fyrir neðan. Njótið vel!

10. Krua Thai

Skólavörðustíg 21a, Reykjavík

Bæjarlind 14-16, Kópavogi

„Solid hádegis- og heimsendingartilboð.“

„Djúpsteikti fiskurinn í rauða karrýinu er reglulegt craving, get bara ekki að því gert.“

„Faldir gimsteinar á matseðli fyrir þá sem fíla chili: Nam-Tok og Yam-Nua kveikja vel í manni.“

„Kannski ekki besti asíski í bænum en veldur sannarlega aldrei vonbrigðum.“

 

9. Fine Restaurant

Rauðarárstíg 33

„Besti kínverski matur sem ég hef fengið á Íslandi.“

„Dálítið í dýrari kantinum, en alveg þess virði fyrir frábæran mat og þjónustu.“

„Ótrúlega authentic, það nálægasta við raunverulegan kínverskan mat sem er hægt að finna hérlendis.“

„Spes stemmning. Fáránlega góður matur.“

 

8. Dragon Dim Sum

Bergstaðastræti 4

„Fyrsti dim sum staðurinn í Reykjavík og sem betur fer er hann með óaðfinnanlega dumplings.“

„Allt gert frá grunni og allt smakkað til af topp fagmönnum. Snillingar.“

„Frumlegar bragðblöndur og úrvals hráefni. Guðdómlegt.“

„Það eina slæma við Dragon Dim Sum er eiginlega hvað hann er vinsæll. Mæta snemma!“

Sjá einnig: „Algjört ástríðuverkefni hjá okkur“

 

7. Mai Thai

Laugavegur 116

„Besta Pad Thai í bænum og karrýin eru ekta.“

„Kammó og kósý andrúmsloft, og skemmir ekki fyrir að hafa súpermarkað með asískum hráefnum rétt við hliðina.“

„Sturlað Pad Thai á ótrúlega sanngjörnum prís.“

„Frábær matur, alls ekki of dýrt, hröð og vingjarnleg þjónusta. Tikkar í öll boxin.“

 

6. Shalimar

Austurstræti 4

„Shalimar myndi ég halda að skilgreinist sem norður-indverskur/pakistanskur veitingastaður. Ég er almennt hrifnari af djúpu kryddbrögðunum í norður-indversku matreiðslunni og á Shalimar er bragðið í fyrirrúmi.“

„Palak Paneer með Peshwari naan-brauði er alltaf solid. Hrísgrjónin eru líka alltaf upp á 10.“

„‘Curry in a Hurry’ hádegistilboðið er sígilt. Frábær blanda af verði og gæðum.“

„Bestur í áratugi. Frábært úrval af vegetarian/veganréttum. Vel útilátnir skammtar og naanið þeirra er to die for.“

 

5. Ramen Momo

Tryggvagötu 16

„Tíbetsk útfærsla á japönskum núðlusúpum. Gæti varla verið betra.“

„Dan Dan núðlurnar steinliggja. Fæ ekki nóg af þeim.“

„Geggjaðar núðlur og persónuleg þjónusta.“

„Fyrsti Ramen staðurinn á Íslandi og þau gera núðlurnar sjálf, og þær eru æðislegar.“

„Klassík. Einfaldur og pínulítill staður, sem gerir það að fá sæti að upplifun út af fyrir sig.“

 

4. Makake

Grandagarði 101

„Geggjað fjúsjón, flottur staður, spennandi drykkir (prufið plómuvínið)!“

„Stórkostlegir dumplings.“

„Eini staður á landinu þar sem er hægt að fá alvöru japanskt katsu karrý. Einstök stemmning á staðnum líka, endalaust gaman að sitja þar.“

„Bottomless dim sum brunch, þarf ekki að segja meira.“

 

3. Fönix

Bíldshöfða 12

„Ekki margir alvöru kínverskir staðir í Reykjavík, en Fönix ber höfuð og herðar yfir ansi marga. Dumplings sem fá 10 í einkunn.“

„Ósvikið og billegt.“

„Besti Kung Pao kjúklingur sem ég hef smakkað innan landsteinanna.“

„Látlaus umgjörð en þjónustan er frábær og maturinn í toppklassa, sérstaklega miðað við verð.“

 

2. Austur-Indíafjelagið

Hverfisgata 56

Ótrúleg gæði í matnum og frábær þjónusta. Hágæða veitingastaður.“

„Alvöru ‘fine dining’ indverskur veitingastaður á heimsmælikvarða sem bara vill svo til að er staddur í Reykjavík. Matur og þjónusta alltaf 100%.“

„Frekar dýrt, en gæðin eru stórkostleg. Bragðið er fullkomið.“

„Eini indverski staðurinn á Íslandi sem virkilega skilur indverskan mat.“

 

1. Ban Thai

Laugavegi 130

„Það er ástæða fyrir því að hvergi finnast jafn margir „Best of“ límmiðar og viðurkenningaspjöld og á Ban Thai. Matseðillinn er doðrantur fullur af guðdómlegum réttum!“

„Bestu Thai curry in the land.“

„Besti staður á Íslandi og fullyrði að hann er besti Thai staður í Evrópu.“

Jafnvel bestu staðir eiga sinn slæma dag en Ban Thai hefur aldrei klikkað hjá mér. Svo elska ég að þau taka fram á matseðlinum að þú þurfir að bíða eftir matnum. Sem er satt og það er alveg frekar löng bið oft, en ávallt er góður biti biðarinnar virði.“

„Gula karrýið og Panang karrýið eru bæði gjörsamlega úr öðrum heimi. Ekki hægt að gera þetta betur.“

„Löngu orðinn klassík. Einfaldlega í heimsklassa.“

Þessir staðir voru einnig nefndir:

Noodle Station, Kore, Austurlandahraðlestin, Nana Thai/Mixed Restaurant, Núðluskálin, Bangkok, Tokyo Sushi, Himalayan Spice, Hi Noodle, Banh Mi, Pho Vietnam, Bamboo.

Álitsgjafar:

Aldís Dagmar Erlingsdóttir Svarkur, hönnuður; Andri Már Arnlaugsson, plötusnúður og textasmiður; Atli Jarl Martin, tölvulúði og matgæðingur; Ársæll Þór Ingvason, tónlistarmaður; Björn Teitsson, chilifíkill; Bragi Skaftason, veitingamaður; Carl Kristian Frederiksen, matreiðslumaður; Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi; Emil Ásgrímsson, grafískur hönnuður; Freydís Guðný Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur; Geoffrey Huntingdon-Williams, lista-, veitinga- og athafnamaður; Guðjón Heiðar Valgarðsson, músíkant; Hannes Friðbjarnarson, framleiðandi og tónlistarmaður; Haukur Ísbjörn Jóhannsson, matgæðingur; Hrefna Rósa Sætran, meistarakokkur og veitingakona; Kjartan Óli Guðmundsson, matreiðslumaður; Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Kokkaflakk í eyrun“; Pi Kaushal, matgæðingur; Ragnar Egilsson, matarrýnir og markaðsfulltrúi; Shruthi Basappa, matarrýnir og arkitekt; Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona og sagnfræðingur; Úlfur Ægisson, matreiðslumaður; Þórir Karl Bragason Celin, listamaður.