Rúmlega tvö hundruð fermetra þakíbúð í Borgartúni í Reykjavík er komin á sölu. Ásett verð er 155 milljónir en fasteignamat eignarinnar er tæpar fimmtíu milljónir.

Um er að ræða íbúð sem er búin tveimur baðherbergjum og þremur svefnherbergjum. Íbúðin er með 167 fermetra svölum, geymslu í kjallara og tveimur einkastæðum í bílageymslu.

Íbúðin afhendist tilbúin til innréttinga en eignin er á sjöundu hæð og vantar ekki upp á útsýnið, enda þakíbúð eins og áður segir.

Í íbúðinni er stórt alrými og eru tvær rennihurðir út á svalirnar; ein úr alrýminu og ein úr hjónaherberginu.

Nánari upplýsingar er að finna á fasteignavef Vísis.