Þessa uppskrift fann ég á matarvefnum Delish, eins og svo margar uppskriftir sem ég fell fyrir. Þessi réttur er fullkominn þegar byrjar að kólna og slær alltaf í gegn á heimilinu.

Írsk nautakássa

Hráefni:

3 msk. ólífuolía
900 g nautakjöt, skorið í bta
salt og pipar
1 laukur, saxaður
2 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
2 sellerístilkar, saxaðir
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórar russet kartöflur, skornar í stóra bita
4 bollar nautasoð
1 flaska Guinness-bjór
2 tsk. ferskt timjan
fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórum potti yfir meðalhita. Saltið og piprið nautakjötið, bætið þeim í pottinn og steikið á öllum hliðum í um 10 mínútur. Setjið nautakjöt á disk og til hliðar. Setjið restina af olíunni í sama pott og eldið lauk, gulrætur og sellerí í um 5 mínútur. Saltið og piprið. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútur. Setjið kjötið aftur í pottinn sem og kartöflur, soð, bjór og timjan. Náið upp suðu og lækkið hitann. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið lok yfir pottinn og látið malla í um 30 mínútur. Skreytið með steinselju og berið fram.