Svona sérðu hvort egg eru skemmd eður ei
Engin fúlegg, takk!


Það er alveg glatað að sjóða eða brjóta egg og komast að því að það er skemmt, sérstaklega ef maður brýtur egg ofan í skál með alls kyns öðru góðgæti.
Það er til mjög einföld leið til að sjá hvort egg eru skemmd eður ei, en dagsstimpillinn á umbúðunum segir ekki alltaf alla söguna.
Eina sem þú þarft er skál eða glas sem þú fyllir með vatni. Síðan setur þú eggið varlega ofan í vatnið, en gott er að nota skeið til þess. Ef að eggið sekkur og liggur á hliðinni á botninum á glasinu eða skálinni er það mjög ferskt. Ef það sekkur en er upprétt og skoppar aðeins upp og niður er það ekki alveg jafn ferskt en samt allt í lagi. Ef það hins vegar flýtur er það ónýtt.
Til hamingju – nú lendir þú aldrei aftur í vandræðum með skemmd egg!