Við Arnarhraun 32 í Hafnarfirði er komið á sölu tæplega 200 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 89 milljónir en um er að ræða hús sem er byggt 1956.

Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Því fylgir bílskúr og stæði fyrir fjóra bíla. Í og við húsið eru þrjár uppsettar hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.

Það má með sanni segja að húsið sé sannkallað draumahús. Stórir gluggar, rúmgóð stofa, veglegur sólpallur og smekklegar innréttingar.

Gott skápapláss er í húsinu og má segja að það nýtist vel fyrir stórar fjölskyldur.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað og er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar.

Nánari upplýsingar má lesa hér.