Hunang inniheldur fullt af vítamínum eins og A-vítamín, C-vítmaín, B-vítamín og þó nokkuð af steinefnum. Hefur verið talið hafa ákveðinn lækningramátt því að hunang gefur góðan raka og hefur reynst vel á brunasár þar sem það er sótthreinsandi, flýtir fyrir græðingu og dregur úr sviða.

Egg eru frábær uppspretta próteina, innihalda einnig flest helstu vítamín sem líkaminn þarfnast. Nýjustu rannsóknir sýna að eggjaskurn hafi frábær áhrif á húðina og þess vegna hefur færst í aukana að nota eggjaskurn í húðvörur. Eggjaskurnin inniheldur fullt af steinefnum og góðri næringu.

Prófaðu þennan maska, þú munt strax finna mun 🙂

EGGJA MASKI

1 eggjarauða
1 matskeið hunang

Hrærir saman í skál. Borið á andlitið. Látið bíða í 20 mínútur. Skolað af með volgu vatni. Andlitið þerrað með klút eða tissjú

Hrátt kaldpressað alvöru villiblóma hunang | Heilsutorg : miðja heilsu & lífsstíls

OFURFÆÐAN EGG

Egg inniheldur í réttum hlutföllum allar nauðsynlegar aminósýrur sem mynda prótín í eggjum. Prótín eru nauðsynleg fyrir uppbyggingu vöðva. Eggin innihalda hollar fitusýrur og fullt af vítamínum eins og kalsíum og D-vítamín sem jafnar kalkið í tönnum og beinum, þú færð betri húð, hár og neglur með því að borða egg. Heilinn fær næringu af kólín, en kólín finnst í eggjum sem er mikilvægt næringarefni sem dregur úr bólgum, eykur minni og einbeitingu. Egg innihalda einnig andoxunarefnin lútein og zeacanthin sem verja augun fyrir daglegri áras baktería og eiturefna, þessi tvö andoxunarefni geta á afgerandi hátt dregið úr líkum á hrörnun á augnbotnum.

Það er mun auðveldara að viðhalda líkamsþyngdinni með því að borða egg þar sem egg eyða hungurtilfinningu og seðja þig.

Eggjahvíta er frábær stuðningur fyrir kollagenið, með því að borða eggjahvítu þá eru ákveðnar amínósýrur í eggjahvítunni sem byggja / binda kollagenið (gerir það sterkara).

Hversu flott ofurfæða sem eggin eru.

6 ástæður fyrir því að egg eru hollasta fæðutegund heims – Hjartalif.is