Leikari reyndi að drepa barnsmóður sína og framdi síðan sjálfsvíg
Hræðilegt mál.


Leikarinn Hagen Mills, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Swedish Dicks, Baskets og Involuntarily Single, lést á þriðjudagskvöld, 29 ára að aldri.
Samkvæmt frétt E! News barst neyðarlínunni símtal um andlát hans snemma morguns. Þegar að lögregluþjónar mættu á vettvang var barnsmóðir Mills, Erica Price, á staðnum. Hún var með skotsár á handlegg og á bringu.
Price sagði við lögregluþjónana að Mills hefði veitt henni sárin og að hann væri enn inni í húsinu. Mills hafði þá brúkað byssuna á sig sjálfan og skotið sig, með þeim afleiðingum að hann lést.
Við rannsókn málsins kom í ljós að Mills hafði haldið móður Price og ungri dóttur þeirra Price á heimilinu. Þegar að Price kom heim ku Mills hafa skotið hana rétt áður en hann framdi sjálfsmorð. Móðir Price og dóttir Price og Mills særðust ekki.