Ofureinföld leið til að þrífa blettóttar dýnur
Snilld!


Slysin geta gerst í rúmum eins og á öllum öðrum stöðum í heiminum. Sumum vex það í augum að þrífa bletti úr dýnum en hér fyrir neðan er snilldarleið af vefsíðunni Pure Wow sem gerir það ofureinfalt að þrífa blettóttar dýnur.
Skref 1
Blandið 1 teskeið af vatni saman við 1 matskeið af ediki, 1 teskeið af þvottaefni, 2 matskeiðum af matarsóda og nokkrum dropum af sótthreinsi.
Skref 2
Spreyið lausninni á hreinan, þurran klút en alls ekki beint á dýnuna.
Skref 3
Dubbið blettinn með lausninni.
Skref 4
Setjið haug af matarsóda á blettinn og látið standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Skref 5
Ryksugið matarsódann og þá er það komið!