Væntanlegt á Netflix
Hættuleg pilla, geimverur og fjölskylduharmleikur.


Það er ýmislegt væntanlegt á íslenska Netflix á næstu dögum og vikum. Hér er brot af því besta, bæði gömlu og nýju.
Nýtt
(Un)well
Heimildarþáttaröð
Streymi hefst: 12. ágúst
Hér dýfir teymi sér í bransann sem selur fólki bætta heilsu og líðan. Virka allar þessar heilsuvörur á markaðinum eða er verið að gabba okkur?
Project Power
Kvikmynd
Streymi hefst: 14. ágúst
Jamie Foxx og Joseph Gordon-Levitt fara með aðalhlutverk í þessari mnd þar sem uppgjafarhermaður, unglingur og lögreglumaður snúa bökum saman til að komast að uppruna hættulegrar pillu sem veitir fólki ofurkrafta.
High Score
Heimildarþáttaröð
Streymi hefst: 19. ágúst
Hér er skyggnst inn í sögu klassískra tölvuleikja og talað við fólkið sem færði okkur þekktustu leiki sögunnar.
John Was Trying to Contact Aliens
Heimildarmynd
Streymi hefst: 20. ágúst
Raftækjasnillingur fylgist með merkjum frá verum utan úr geimnum en gerir merkilega uppgötvun á jörðu niðri.
Biohackers
Þættir
Streymi hefst: 20. ágúst
Læknanemi skráir sig í þýskan háskóla til að svipta hulunni af samsæri sem tengir fjölskylduharmleik við prófessor í lífffræði.
The Sleepover
Kvikmynd
Streymi hefst: 21. ágúst
Malin Akerman og Joe Manganiello leika aðalhlutverk í mynd um foreldra sem er rænt að alþjóðlegu glæpagengi.
Lucifer / sería 5 / partur 1
Þættir
Streymi hefst: 21. ágúst
Aðdáendur þáttanna um Lucifer taka gleði sína þann 21. ágúst en þeir sem hafa aldrei horft á Lucifer geta streymt öllum þáttaröðunum fyrir þann tíma.
I’m Thinking of Ending Things
Kvikmynd
Streymi hefst: 4. september
Ekkert er sem sýnist er kona fyllist efasemda um nýja kærasta sinn er hún fer með honum í ferð til að hitta foreldra hans á afskekktum sveitabæ.
Gamalt
The Invention of Lying
Kvikmynd
Streymi hefst: 14. ágúst
Grínistinn Ricky Gervais lifir í heimi þar sem ekki er hægt að ljúga en verður frægur á því að segja ekki sannleikann.
An Officer and a Gentleman
Kvikmynd
Streymi hefst: 15. ágúst
Klassísk, rómantísk mynd með Richard Gere og Debra Winger í aðalhlutverkum.
Wonder Park
Teiknimynd
Streymi hefst: 26. ágúst
Ævintýralega skemmtileg teiknimynd um stúlku sem lendir í undraheimi skemmtigarðs og þarf að taka á honum stóra sínum.
Ride Along
Kvikmynd
Streymi hefst: 4. september
Kevin Hart og Ice Cube leiða saman hesta sína í gamanmynd þar sem öryggisvörður í grunnskóla þarf að sanna fyrir bróður kærustu sinnar að hann sé verðugur eiginmaður.
A Million Ways to Die in the West
Kvikmynd
Streymi hefst: 4. september
Vestragamanmynd sem leikstýrt er af Seth MacFarlane, manninum á bak við þættina Family Guy.
The Theory of Everything
Kvikmynd
Streymi hefst: 4. september
Rómantísk mynd um enska eðlisfræðinginn og heimsfræðinginn Stephen Hawking og fyrrverandi eiginkonu hans Jane Hawking.