Glenn Embrey er vel menntaður maður sem býr í Caneyville í Kentucky í Bandaríkjunum. Embrey þessi er einhleypur, en vinir hans sögðu að eina sem hann þyrfti að gera til að næla sér í konu væri að setja filter á myndirnar sem hann birti á samfélagsmiðlum.

Filter, eða sía á samfélagsmiðlum, er notaður til að gera myndir fallegri og er sjaldgæft að sjá myndir sem ekki eru með einhvers konar filter.

Embrey hins vegar ákvað að slá þessu öllu upp í grín og birti myndaröð af sér á Facebook þar sem hann heldur á alls kyns síum, til dæmis kaffisíu og olíusíu.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar:

Það er vægt til orða tekið að segja að Embrey hafi sigrað internetið með þessu myndum, en færslunni hans hefur verið deilt rúmlega hundrað þúsund sinnum. Hvort hann hafi heillað konu í leiðinni fylgir ekki sögunni.

Somebody said the ladies will find me a lot more attractive if I post pictures with filters. I have some doubts but what do I know, right? So here goes. Man my phones probably gonna really blow up.

Posted by Glenn Embrey on Friday, May 8, 2020