Auglýsing NOVA slær öll met – Venjulegir Íslendingar allsberir
„Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu.“


Ný auglýsing NOVA hefur farið sem eldur um sinu á internetinu og vakið mikla athygli.
Í auglýsingunni eru venjulegir Íslendingar allsberir í mjög venjulegum aðstæðum, til dæmis í búðinni, úti að hjóla og í sundi.
Yfirskrift auglýsingarinnar er „Allir úr“, en hún er of „gróf“ fyrir Facebook. Eftirfarandi skilaboð standa við auglýsinguna á Facebook þar sem henni hefur verið breytt og tjákn sett yfir það allra heilagasta:
„Hér er nýja auglýsingin okkar í sérstakri blygðunarútgáfu fyrir viðkvæm augu algóritmans. Vonandi getur Facebook einn daginn horft á notendur sína eins og þeir eru, án þess að skammast sín.“
Tilgangur auglýsingarinnar er að hvetja fólk til að nota úr og hvíla símann, en einnig að vekja athygli á mikilvægi geðræktar.
„Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“
Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan: