Andlitsmótun, eða Facefit, er blanda af andlitsæfingum og bættri líkamsstöðu, engin tól eða tæki, aðeins þú og spegillinn. Æfingarnar eru sóttar meðal annars í yoga fræðin og einnig æfingar frá augnlæknum, tannlæknum og fleiru.

Að brjóta á bak og burt slæmar venjur og ná að slaka á andlitinu er það fyrsta og helsta sem þú lærir í Andlitsmótun hjá Facefit. Það heilbrigðasta og besta sem þú gerir fyrir andlitslyftingu er að gera æfingar, koma blóðflæðinu í gang og virkja vöðvana.

Facefit byggist á þessum fjórum þáttum :

Að losa um spennu.
Móta og byggja upp.
Að slaka á.
Að endurtaka.

Um leið og við getum losað um spennu og slakað á andlitinu er auðveldara að einangra þá vöðva sem við erum að vinna með. Byrjum á því að þjálfa slökunina og þar kemur öndunin og hugurinn sterkt inn. Þá getum við byrjað að móta andlitið og byggja upp andlitsvöðvana, en það gerist með því að æfa, æfa og æfa. Um er að ræða aðeins 10-20 mínútur á dag, nánast hvar sem er og hvenær sem er

Hvernig fer hópnámskeið hjá Facefit fram?

Ragnheiður Guðjohnsen, andlitsmótunarkennari.

Í hópkennslu er kennt í infrarauðum heitum sal, en infrarautt ljós hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og einnig brennslu líkamans. Tímar byrja á frábærum upphitunaræfingum fyrir efri búk, sem hjálpar til við betri líkamsstöðu, æfingar sem styrkir bak, hliðar líkamans, hendur, bringu og háls, æfingar sem gefa þér mjórra mitti, fallega handleggi og sterkara bak. Þegar líkaminn og blóðflæðið er komið á fullt, er farið í andlitsæfingarnar, frábærar andlitsæfingar sem styrkja vöðvana og á sama tíma kenna þér að slaka á sumum vöðvum eins og ein æfing sem við köllum Náttúrulegt botox, þjálfar þig í að slaka á enninu og að nota ennisvöðvana minna yfir daginn.

í fyrsta lagi þá er líkami okkar og andlit tengt og þess vegna svo gott að byrja á því að gera æfingar fyrir efri búk til að hita upp bringu, háls og andlit. Með því að þjálfa efri búkinn líka, mun þér líða en betur og finna fyrir meiri orku og vellíðan, einnig hjálpar það við líkamsstöðuna, um leið og við erum uppréttari, með slakar axlir, bein í baki hjálpum við andlitinu að lyftast.

Námskeiðin hjá Andlitsmótun / Facefit mun líka gefa þér:

Hvatningu að betri lífsstíl eins og að borða rétt fyrir heilbrigða húð.
Hvernig við getum nýtt matinn okkar til að búa til húðvörur.
Hvernig við getum gefið húðinni extra meðferð fyrir ferska glóandi húð.
Að vera meðvituð um að þjálfa hugann jafnframt þjálfa líkama og andlitið.
Að velja náttúrulegar húðvörur , jafnvel að búa til sínar eigin húðvörur.
Að breyta slæmum venjum og örva góðar venjur hvað varðar andlitið.
Gullkorn, hvatningu og fróðleik hvað varðar svefninn, húðina, kollagen, hvernig sykur hefur áhrif á líkamann og húðina, hvernig þú getur auðveldlega komið æfingum inn í þína rútínu, hvernig þú venur þig af slæmum venjum og kemur inn nýjum venjum og margt fleira.
Lokaður facebook hópur með fræðslu og spjalli.

Er hægt að gera æfingar eingöngu fyrir andlitið?

Sumir vilja einblína á einn andlitshluta og gera andlitsæfingar fyrir þann hluta, en eins og með líkamsræktina þá þarf að vera jafnvægi. Eins og í líkamsræktinni, ef þú ætlar að einblína á að gera æfingar fyrir lærin þá gerir þú samt aðrar æfingar fyrir allan líkamann líka, ekki satt?

Ef þú af einhverjum ástæðum vilt gera æfingar eingöngu fyrir andlitið, þá getur þú valið það, sumir eru í hjólastól og aðrir eiga erfitt með að hreyfa líkamann. Þú munt ná frábærum árangri þótt að þú æfir andlitið eitt og sér, en ef þú hefur möguleika að nýta þér æfingarnar fyrir efri búk líka, þá finnur þú muninn. Elsti viðskiptavinur minn er 82 ára kona og hún tileinkaði sér aðeins tvær æfingar og náði frábærum árangri, hún gerði æfingar fyrir 11 línuna sem við köllum (línur á milli augabrúna) og línurnar nánast hurfu.

Mikið atriði að ná grunninum í byrjun, þar sem margar æfingar þar eru frábærar á móti öðrum æfingum, einnig þarf að huga vel að ákveðnum hlutum til að ná sem bestum ávinning. Þess vegna er farið í ákveðna fræðslu og hugarþjálfun í byrjun, sem hjálpar við framhaldið.

Andlitsvöðvarnir – „Use them or lose them“

Í okkar daglega lífi notum við ómeðvitað suma andlitsvöðva of mikið, of oft eða of lítið. Við þjálfum líkamann til að byggja upp vöðva til að líta betur út og öðlast heilbrigðara líf á sama hátt getum við þjálfað andlitið til að líta betur út og öðlast mótað, heilbrigt geislandi andlit og vellíðan andlega sem líkamlega.

Andlitsvöðvarnir eru nærri sextíu, þannig að það er nóg að vinna með. Andlitsvöðvarnir eru fíngerðir litlir og flatir. Þegar við byrjum að æfa andlitsmótun hjá Facefit eigum við erfitt með að finna suma vöðva, en með því að æfa og æfa förum við að finna fyrir þessum vöðvum. Það skiptir máli hvernig við notum andlitsvöðvana, ef við notum suma vöðva of mikið og aðra vöðva of lítið þá flýtum við fyrir öldrun, allskonar slæmur ávani getur flýtt fyrir öldrun. Þarna kemur Facefit sterkt inn! Að slaka á sumum vöðvum og efla aðra er það sem er kennt hjá Facefit, að gera æfingarnar rétt skiptir sköpum, því ef við gerum æfingarnar vitlaust, geta þær skapað meira ógagn en gagn hvað varðar bestu fagurfræðilegu útkomuna á sjálfri þér.

Athyglisvert, þegar við sýnum tilfinningar ómeðvitað, sýnum við jafnari vöðvahreyfingar heldur en þegar við sýnum tilfinningar meðvitað, hreyfum þá andlitsvöðvana okkar ójafnt (hægra megin og vinstra megin).

Æfingarnar hjálpa þér að þjálfa andlitsvöðvana til að öðlast mýkri, sléttari og stinnari húð og betur mótað andlit. Andlitsæfingarnar hjálpa þér að efla og hressa húðlitinn, andlitið verður bjartara, geislandi og unglegra, um leið eignast þú meira sjálfstraust.

Æfingarnar hjálpa þér að snúa klukkunni við, fara nokkur ár til baka. Andlitsæfingarnar efla meðvitund þína og þú munt með tímanum verða meira meðvituð/meðvitaður um hvernig þú getur stjórnað vöðvum andlitsins þíns til hins betra. Þú munt líka með tímanum brjóta á bak og burt slæmar venjur, slaka á andlitinu og slaka á huganum í leiðinni.

Djúpöndun

Djúpöndun spilar mikið hlutverk fyrir meiri ávinning þegar þú stundar andlitsþjálfun. Djúpöndun örvar blóðflæðið, það sem gerist er að betra blóðflæði myndast, meira súrefnisstreymi og greiðari aðgangur fyrir næring til frumna. Þegar þú notar djúpöndun þá nærðu betri slökun og tengir betur huga, líkama og andlitið.

Innri sem ytri fegurð

Facefit kennir þér ekki bara að vera meðvituð um andlitsvöðvana og tjáningu þína heldur hjálpar þér einnig að sjá sjálfa þig í nýju ljósi, þú munt elska spegilinn meir og meir. Tjáning þín breytist og allar stresslínur munu fjara út. Þetta er náttúruleg leið fyrir geislandi, yngra andlit.

Um leið og þú ferð að stunda andlitsmótun hjá Facefit og heima hjá þér, ferðu að tengjast meira sjálfri þér og þinni innri sem ytri fegurð. Sumar æfingarnar geta verið skrítnar og fyndnar sem fær okkur til að hlæja og það er bara allt í lagi. Lífið má vera skemmtileg, ekki satt? Prófaðu æfingarnar og sjáðu hvort að Facefit geti ekki gert eitthvað fyrir þig.

Ávinningurinn

Því duglegri sem þú ert að æfa andlitsæfingarnar, þeim mun meiri árangur og þú ferð að brosa meira, elska spegilinn meir og meir, sem mun gefa þér vellíðan og þú munt finna fyrir því að þú ert sjálf/sjálfur við stjórnvölin og það minnir þig á hversu við getum stjórnað og stýrt mörgu sjálf til hins betra og gefur þér kraft og orku inn í svo margt annað í lífinu.

Ávinningurinn af að þjálfa vöðvana og um leið slaka á öðrum vöðvum er stórkostlegur:

Þrýstnari varir
Hærri kinnar
Opnari augu
Augnlok ekki eins þung
Pokar hjá munnvikum hverfa/minnka
Broslínur minnka
Undirhakan minnkar/hverfur
Augnpokar og baugar minnka/hverfa
Línur/hrukkur minnka/hverfa
Þreytt og þrútið andlit fjarar út
Andlitið betur mótað og húðin mjúk
Sannkölluð andlitslyfting

Málið að er að finna þá vöðva sem við notum lítið eða ekkert.
Að ná að slaka á öðrum vöðvum á meðan við erum að þjálfa ákveðna vöðva.
Að ná að slaka á öllu andlitinu og líkamanum meðan á æfingu stendur.
Að ná að slaka á milli hverja æfingu og nota hugann, setja hugann á næstu æfingu og aðeins á þann vöðva sem þú ert að fara að vinna með.
Að ná slökun gefur betri árangur þar sem slökunin nær að taka burt spennu og nær að mýkja of spennta vöðva.
Góð hugarþjálfun þegar þú ert að einbeita þér að ákveðnu svæði í einu.
Að nota djúpöndun og hugann með gefur betra blóðflæði og þá meira súrefni og greiðari aðgangur fyrir næringu til frumna.
Hafa gaman og njóta.

Vitnisburðir þeirra sem hafa stundað Facefit

Solveig Friðriksdóttir 52 ára, jógakennari, OPJ þerapisti, markþjálfi:
„Sjö daga námskeiðið hjá Ragnheiði hjá Facefit fór langt fram úr mínum væntingum. Fræðslan er skýr og hnitmiðuð og hún gefur mikið af sér til nemenda, er alltaf til taks og kemur upplýsingum vel áleiðis. Ég hlakka til hvers tíma. Ég hef lært svo margt varðandi andlitsmótun, umhirðu húðar, góðar æfingar fyrir efri hluta líkamans og áhrif lífsstíls á húðina. Áhuginn er svo sannarlega vakinn á að læra enn meira og tileinka mér þessar æfingar daglega. Ég vil ljóma langt fram eftir aldri, takk takk.“

Solveig Friðriksdóttir.

Sigríður Valgerður Finnsdóttir, 71 árs, bókari:

„Mér fannst námskeiðið „Ég elska spegilinn“ alveg frábært. Þú ferð svo ítarlega í gegnum þetta og á réttum hraða. Ég hef reynt að tileinka mér þessar æfingar eftir bestu getu og farið eftir þínum ráðum með að taka fyrst ákveðnar æfingar og læra þær vel, ætla svo að bæta smátt og smátt við þær. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að þó að ég héldi ekki alltaf takti, þ.e. að gera æfingar bæði kvölds og morgna hvern einasta dag, þá ætla ég ekki að hafa samviskubit yfir því og gefast upp, heldur halda ótrauð áfram því ég hef þá trú að allt hjálpi til. Það tekur líka tíma að koma sér inn í góða rútínu með þetta eins og allt annað, og er ég sannfærð um að það endar þannig.

Ég er heilluð af þessari aðferð til að halda fersku útliti og hef fulla trú á að það sé hægt. Námskeiðið var í alla staði gott og leiðbeiningar eins og að nota rétta og góða fæðu og bætiefni fyrir húðina fannst mér mjög gott innlegg ásamt kremum sem þú ert að kenna nemendum að búa til. Ekki síst þetta með að minna á hvað eru góðar eða slæmar venjur.

Nærvera þín hefur mikið að segja og þú ert frábær leiðbeinandi, sem gefur mikið af þér. Ég er búin að vera áður á námskeiðum hjá þér og finnst samt að ég þurfi að halda áfram, því að þetta er langhlaup eins og svo margt annað í lífinu. Mæli með því fyrir alla að halda áfram og fara lengra, svo gott að hafa stuðning aðeins lengra inn í ferlið.

Finn svo vel hvað það er nauðsynlegt að þjálfa andlitsvöðvana, eins og aðra vöðva í líkamanum. Svo er það lítið mál að gera æfingar hvenær sem er, bara koma þeim inn í rútínuna. Mæli ekki síður með þessu fyrir yngra fólk því það er betra að byrja strax í forvörninni. Það er happdrættisvinningur sem enginn ætti að sleppa. Hef tekið eftir því að eftir að ég byrjaði í þessu þá pæli ég allt öðru vísi í andlitum fólks og hugsa um hvað þetta er mikilvægt ef þú vilt líta betur út. Ragný er dásamlegur kennari og hennar.“

Sigríður Valgerður Finnsdóttir