Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur undanfarið notið lífsins með kærustu sinni, Nathalia Soliani, í heimalandi hennar, Brasilíu.

Rúrik birtir magnaða mynd á Instagram sem hefur svo sannarlega skotið einhverjum fylgjendum skelk í bringu – allavega þeim sem þekkja ekki til staðarhátta í Rio de Janeira.

Á myndinni, sem er hér fyrir neðan, sést Rúrik halda sér í klettasyllu og svo virðist sem hann leggi sig í mikinn lífsháska við að ná hinni fullkomnu Instagram-mynd:

Sannleikurinn er sá að þessi staður er víðfrægur, einmitt sökum þess hve rosalegar myndir er hægt að taka. Staðurinn umræddi heitir Pedra do Telégrafo og er í Rio de Janeira. Staðurinn hefur oft verið kallaður heimsins besti sjálfustaður sökum þess að hægt er að taka rosalegar myndir þar, líkt og mynd Rúriks. Á háannatíma, þegar ekki er heimsfaraldur, er margra klukkutíma bið til að taka mynd af sér á staðnum.

Sannleikurinn er sá að hér er engin hætta á ferð. Ef Rúrik hefði misst takið af syllunni hefði hann einungis fallið niður einn metra eða svo, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi:

Kærasta Rúriks, fyrrnefnd Nathalia Soliani, birtir einnig svakalega mynd af parinu á Instagram, þar sem hún býður nýja árið velkomið:

Skjáskot: Instagram / Nathalia Soliani

Nathalia og Rúrik byrjuðu saman í nóvember árið 2018 og opinberuðu sambandið í desember sama ár. Þau hafa verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og njóta lífsins í örmum hvors annars. Nathalia er fyrirsæta, ættuð frá Brasilíu, og hefur gert það gott í fyrirsætubransanum undanfarin ár.