Faðirinn - Yfirvald - Karlmennska - Forrysta

Keisarinn táknar notkun valds og valdhafanda. Þetta spil er nokkuð stríðsmiðað. Keisarinn situr í hásæti sínu umkringdur tákn Mars – Guð stríðs og áræðni. Undir skykkju sinni er hann klæddur stríðsklæðum, því hann er ávallt reiðubúinn til að berjast fyrir sig og sína. Hann er yfirvaldið holdi klæddur og rökhyggja, forrysta, föðureðlið og stjórnsýsla hans sterkustu eiginleikar. Þegar spil Keisarans birtist í lestri getur það táknað einstakling sem nýtur sín vel í vel skilgreindu og skipulögðu umhverfi á bak við valdhafandi stöðu.