Hefðir - Menntun - Trúarlegar ritningar - Innri leit - Rútína

Æðsti presturinn er karlkyns hliðstæða æðstu prestfrúarinnar. Rétt eins og prestfrúin táknar andlega krafta, þá gerir æðsti presturinn það líka. Hann situr á milli tveggja stólpa sem tákna tvíhyggju – eða dúalisma. Það eru tveir krossar, einn gylltur og einn silfraður. Sá gyllti táknar sólina eða föðurinn og sá silfraði táknar tunglið eða móðurina. Æðsti presturinn táknar hefðir og leiðsögn. Stundum táknar þetta spil hjónaband , en ef svo er þetta tákn fyrir vígsluna sjálfa og lagalegar stoðir sem henni fylgja. Þetta getur líka táknað djúpstæða löngun í hjónaband. Þegar spil Prestsins birtist í lestri táknar það kennslu í gildum og samræmi.