Það er mikilvægt að þrífa ísskápinn einu sinni í mánuði, að minnsta kosti, sem og að henda reglulega úr honum matvælum sem eru skemmd. Vond lykt er eitthvað sem fylgir ísskápnum ef ekki er hugsað vel um þá en það er lítið mál að bæta úr því.

Inni á vef Leiðbeiningastövðar heimilanna er að finna fimm frábær ráð um hvernig er hægt að tryggja góða lykt í ísskápnum, að því gefnu að hann sé þrifinn reglulega, eins og stendur hér fyrir ofan.

Kolamoli

„Fyllið hreinan sokk af kolum sem notuð eru í fiskabúr og fást í gæludýraverslunum. Ath. Ekki er hægt að nota kol sem notuð eru á grillið. Kolin draga í sig vonda lykt í allt að þrjá mánuði.“

Matarsódi til bjargar

„Opið ílát með matarsóda. Matarsódi er einstaklega góður til að draga í sig lykt. Skiptið up á ca 30 – 90 daga fresti.“

Kaffið svínvirkar

„Ferskt malað kaffi sem sett er á lítinn disk og staðsett aftarlega í ísskápnum virkar einnig vel við að draga í sig vonda lykt.“

Skrýtið…

„Kattarsandur án ilmefna er líka frábær við að draga í sig vonda lykt. Setjið í grunna skál og staðsetjið aftarlega í ísskápnum.“

Ekki fyrir alla

„Viltu góða lykt í ísskápinn? Þetta er kannski ekki fyrir alla, en sumir gætu notið þess að finna smá lykt af t.d. vanillu þegar þeir opna ísskápinn. Athugið að við erum hér að tala um smá lykt, ekki er gott að finna of mikla lykt af einhverjum sterkum ilmefnum þegar ísskápurinn er opnaður. Best er að finna lykt sem er tengd matvælum. Settu smá vanillu extract, tea tree olíu, lavenderolíu eða sítrónudropa í bómullarhnoðra á lítinn disk aftarlega í ísskápinn. Skiptið um á tveggja vikna fresti.“

Nánari leiðbeiningar um þrif á ísskápum, sem og mörgum öðrum frábærum ráðum er að finna á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna.