Ást - Sameining - Val - Uppgjöf

Vorið er í blóma og karl- og kvenorkan finna sér leið til að sameinast undir þessu spili elskendanna. Hérna táknar maðurinn til hægri rökhugsunina en konan til vinstri undirmeðvitundina og tilfinningalífið. Konan er sú sem horfir upp til engilsins sem táknar æðra sjálfið. Þessi táknmynd kennir okkur þá staðreynd að ekki er hægt að tengjast æðra sjálfinu í gegnum rökhugsunina eina, heldur aðeins í gegnum kvenlegu hliðina, innsæið og tilfinningastöðina. Þetta er spil sem táknar líkamlega einingu en fer þó handan við táknmynd makans. Þegar þetta sameiningartákn birtist í lestri og táknar yfirleitt samband.