Skilyrðislaus ást - Hugrekki - Meðvitað vald - Samúð - Æðruleysi

Í áttunda tarotspilinu sjáum við konu sem mjúklega lokar skolti ljóns. Án nokkurs sjáanlegs styrks sýnir hún að með ást og nærgætni er best að nálgast öll mál. Táknið yfir höfði hennar, tákn óendanleikans, sýnir tengingu hennar við krafta alheimsins, þar sem hún er þróuð andleg vera. Mer því að tengja sig æðri krafti hefur hún afvopnað ljónið í gegnum andlega visku í stað líkamlegrar þvingunar. Þetta spil varðar því styrk í allri sinni mynd en þó meir andlegan og mistískan en líkamlegan.

Svarið við spurningu þinni er að ef þú skoðar djúpa og forna visku sálar þinnar mun styrkurinn flæða ávallt af meira jafnvægi. Ef þú opnar fyrir samnúðarfullan styrk gyðjunnar innra með þér. Svarið er mýkt og nærgætni.