Ákvörðun - Sanngirni - Dómgreind - Val

Réttlæti situr á milli tveggja dálka. Þetta er ekki blint réttlæti, heldur situr persónan með opin augun með vogarskálarnar í annarri hendi og sverð í hinni. Vissulega getur verið óþægilegt að draga þetta spil en það getur táknað dómara í dómsmáli, lögmennina eða jafnvel stefnuna sjálfa. Sanngirni verður útkoman samkvæmt þessu spili en sú útkoma er þó óháð vilja þínum og væntingum. Þetta spil fjallar einfaldlega um að dómgreind, skoðun staðreynda og ákvarðanavald; en þó ekki takmarkað við lagatengd mál. Að draga þetta spil gæti einfaldlega þýtt að þú þarft að taka ákvörðun, að velja út frá heilindum og sanngirni hvað best væri fyrir alla sem að málinu koma.