Tæplega tíu þúsund tilvik af COVID-19 hafa verið greind í Palestínu. Meðal þeirra sem hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi er móðir hins þrítuga Jihad Al-Suwaiti, Rasma Salama, en leið hans til að vaka yfir móður sinni á dánarbeðinu hefur vakið heimsathygli.

Jihad mátti ekki heimsækja móður sína á spítalanum þegar hún greindist með kórónuveiruna en þá tók ungi maðurinn til sinna ráða, klifraði upp á gluggasyllu fyrir utan herbergið þar sem móðir hans lá og vakti yfir henni þar til hún lést. Rasma var með hvítblæði og því í sérstökum áhættuhópi.

Klifrað fyrir mömmu.

Rasma lést lést síðasta fimmtudag en Jihad vakti yfir henni hvernig einasta dag, að sögn starfsmanna sjúkrahússins.

„Hann eyddi nánast öllum deginum þarna og fylgdist með móður sinni í gegnum gluggann. Hann kom ekki niður á daginn fyrr en hann var fullviss um að móðir hans væri sofnuð.“

Fréttamiðillinn Jfranews segir frá þessari átakanlegu sögu, sem hefur snert heimsbyggðina og farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.