Vakning ábyrgðar - Fjötrar - Áráttukennd - Möguleiki á upphafningu eða frelsun

Í fimmtánada spili tarotstokksins birtist okkur djöfullinn. Hann krjúpir á kassa og heldur á kyndli á hvolfi, sem táknast sem kyndill eyðileggingar ekki kyndill ljóssins. Hægri hönd hans er upprétt í því sem táknar svarta galdur og á þriðja auganu er tákn illskunnar. Konan og maðurinn eru í járnum en þegar betur er að gáð eru þau laus í járnunum og fær um að losa sig ef þau sjálf hafa áhuga á því.

Þetta spil táknar græðgi, freistingar, illgirni, brenglun og ánauð efnisheimsins eða rangrar hugmyndafræði. Þetta spil er viðvörun misnotkunar á efnishyggju og kynferðislegrar áráttu. Þetta gæti verið viðvörun á að einhver í kringum þig sé í hættu eða hættulegur. Þú berð einhverja ábyrgð í þessu máli sem þú verður að sættast á og bera af meiri þunga.