Sigur - Gnægtir - Velgengni - Árangur - Ferðalög

Veröldin er þín. Persónan á þessu spili er bæði kona og maður, sem táknar aðeins fullkomið jafnvægi og sameiningu andstæða sem skila sér í fullnægtum. Hún ber mikla útgeilsun, sér í lagi í kringum höfuðsvæðið, sem bendir til hugljómunar og andlegrar extasíu. Í hornunum má finna ljónið, örninn, nautið og engilinn en þessi tákn sýna sig líka í spili númer 10 og tákna öll fjögur stöðugu merki dýrahringsins og fjögur fagnaðarerindi nýja testamentisins. Með þessu spili kemur boð um drauma sem rætast og uppfyllingu óska þinna. Veröldin er talin vera jákvæðasta og besta spil tarotstokksins og boðar þér bjartari tíma. Eins og nafnið gefur til kynna opnast þér heimurinn þegar þetta spil sýnir sig og boðar ekki bara ferðalög heldur leggst veröldin að fótum þér. Þú færð meiri stuðning og virðingarstaða þín í lífinu mun hækka ef ferðalög eru ekki á sjóndeildarhringnum.