Frjósemi - Gnægtir - Ástríður - Móðureðlið - Næring

Keisaraynjan situr í hásætinu sínu og táknar Gyðjuna og landið. Hún er móðir Náttúra, keisaraynjan og gyðja náttúruheimsins. Í faðmi sínum heldur hún á gnægtum uppskerunnar; hveiti, blómum og ávöxtum. Hún er þunguð og táknar bæði móðurina og barnið.
Þegar keisaraynjan birtist þér táknar hún blessun gnægta og frjósemis. Opnaðu hjarta þitt fyrir ást, trausti og gnægtum. Þú munt nú upplifa tímabil ástríðu í lífi þínu en hjartans mál og nautnir eru lykilþema keisaraynjunnar.