Ídýfan sem lætur eðluna líta illa út
Þessi er rosaleg!


Það kannast væntanlega flestir við eðluídýfu sem samanstendur vanalega af rjómaosti, salsa sósu og osti.
Ég fann hins vegar dýrari týpu af eðlu á vefsíðunni The Forked Spoon, en þessi dýfa er gjörsamlega trufluð.
Ég mæli hiklaust með þessari.
Rándýr eðla
Hráefni:
3 kjúklingabringur, eldaðar og rifnar niður
225 g rjómaostur
1 bolli ranch-sósa
1 bolli „hot sauce“
1 tsk pipar
1 tsk hvítlaukskrydd
1/2 bolli vorlaukur, saxaður
1 1/2 bolli rifinn ostur
1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið stórt eldfast mót. Setjið rjómaost, ranch-sósu, „hot sauce“, pipar og hvítlaukskrydd í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til osturinn hefur bráðnað og blandast við sósurnar tvær. Takið af hitanum. Bætið kjúklingi, vorlauk, 1 bolla af osti og 1 bolla af cheddar osti saman við og hrærið vel saman. Hellið í eldfasta mótið og toppið með restinni af ostinum. Bakið í 20 til 30 mínútur. Setjið síðan á grillstillinguna á 2 til 3 mínútur svo dýfan verði fallega brún. Takið úr ofninum og borðið strax.