Falin perla í Ólafsvík
Sumarhús eða einstakt atvinnutækifæri.


Rúmlega hundrað fermetra einbýlishús við Ólafsbraut í Ólafsvík er komið á sölu. Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi og er ásett verð 27,3 milljónir króna.

Húsið er á tveimur hæðum og búið er að endurnýja það að miklu leyti. Eins og sést á myndunum er stíllinn heimilislegur og kósi, en húsið gæti virkað vel sem sumarhús.

Auk þess er heimild fyrir atvinnurekstri í húsinu sem eykur möguleika eignarinnar enn frekar. Undir hluta hússins er geymslurými.

Í lýsingu eignarinnar eru taldar upp helstu endurbætur en meðal annars er búið að endurnýja gólf á efri hæðinni og gangi. Skrautlistar eru í flestöllum loftum og veggjum og rafmagnstafla nýleg. Að utan er húsið nýmálað, gluggaáfellur nýlegar og nýr þakkanntur.

You must be logged in to post a comment.