Plötusnúðurinn Hlynur Jakobsson hefur á hverju einasta kvöldi síðan að samkomubannið hófst spilað tónlist frá níunda áratugnum, til að gleðja sig og aðra. Hefur Hlynur sýnt beint frá þessum einstöku danspartíum á samfélagsmiðlum. Ellý Ármanns, unnusta hans, dansar alltaf með honum heima í stofu ásamt fjölda Íslendinga sem hafa gert slíkt hið sama heima hjá sér og þannig dansað í gegnum ástandið.

Fréttanetið ætlar að senda út danspartí Hlyns alla föstudaga í allt sumar. Útsending hefst klukkan 13.00.

„Við erum með skýjunum með viðtökurnar. Við elskum að dansa saman með öllum sem vilja og ég mála. Markmiðið er að dansa saman inn hreysti, bjartsýni og gleði,“ segir Ellý.

Horfið á útsendinguna hér fyrir neðan: