Handleiðsla - Varkárni - Hugleiðsla - Sjálfsskoðun

Ákveddu þig hvert þú ætlar þér og hvernig þú kýst að nýta vitsmuni þína og tíma.  Þú virðist vita hvert þú ætlar þér í lífinu og hvernig markmiðum skal náð og ekki síst hvar tækifærin liggja.  Metnaður, drifkraftur sem sjaldan sést, og sá eiginleiki og vilji til að ganga ófarinn veg býr greinilega innra með þér.

Vandinn er að þú nýtir ekki hæfileika þína rétt og hér er verið að benda þér á að leysa þann vanda.

Einfarinn stendur einn á snæviþöktum fjallstindi og heldur á lugt ljóss og hugljómunar. Hann hefur fundið svarið sem allir leit og er að varpa ljósinu fyrir næstu persónu sem hyggst klífa fjallið í leit að sínum innri sannleika. Þetta spil kennir okkur að leita eigin sannleika og um miðlun þekkingar í formi kennslu og lærdóms. Þetta spil markar andlega leit og bendir þér á að vissum tímabilum í lífi okkar er mikilvægt að losa um ytri skuldbindingar og leita svara hið innra. Svarið er að nú er tími innri köllunnar og mikilvægt er að svara kalli.